SGS veitt umboð til að gera sameiginlegan samning

Á fundi samninganefndar Einingar-Iðju í gærkvöld var samþykkt einróma að veita Starfsgreinasambandi Íslands umboð til að gera sameiginlegan samning við Launanefnd sveitarfélaga fyrir hönd félagsins.  

Ennfremur var samþykkt að fulltrúar Einingar-Iðju í samninganefnd Starfsgreinasambandsins verði Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, Sigríður K. Bjarkadóttir, formaður Opinberu deildarinnar, og Erla Hrund Friðfinnsdóttir, varaformaður deildarinnar. Félagið áskilur sér rétt til að kalla fleiri aðila að samningsgerðinni frá félaginu, segir á vef Einingar-Iðju.

Nýjast