Fimm þessara hugmynda að nafni voru sendar örnefndanefnd til umsagnar, sbr. 4. gr. sveitarstjórnarlaga, þ.e. Hörgárbyggð, Hörgárhreppur, Hörgársveit, Möðruvallahreppur, Möðruvallasveit.
Örnefnanefndin mælir með öllum nöfnunum. Næst gerist það að gerð verður könnun á viðhorfi íbúanna til þessara fimm nafnhugmynda samhliða sveitarstjórnarkosningunum 29. maí nk. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags tekur síðan endanlega ákvörðun um nafn sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vef Hörgárbyggðar.