Sex umsækjendur eru um embætti prests í Akureyrarprestakalli, Eyjafjarðarprófastsdæmi. Frestur til að sækja um embættið rann út 18.
mars. Umsækjendur eru; séra Guðmundur Guðmundsson, cand. theol. Haraldur Örn Gunnarsson, séra Hildur Eir Bolladóttir, séra Jóna Lovísa
Jónsdóttir, cand. theol. Salvar Geir Guðgeirsson og cand. theol. Sveinbjörn Dagnýjarson.
Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu ásamt
prófasti Eyjafjarðarprófastsdæmis. Embættið veitist frá 1. júní 2010. Um er að ræða stöðu séra Óskars
Hafsteins Óskarssonar, sem hefur verið ráðinn prestur við Selfossprestakall.