Sex stiga tap hjá Þór gegn KFÍ í kvöld

Þór tapaði gegn KFÍ á heimavelli með sex stiga mun, 68:74, er liðin mættust í kvöld í íþróttahúsi Síðuskóla í 1. deild karla í körfubolta. Þór situr því áfram í þriðja neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en KFÍ er hinsvegar komið í toppsætið eftir sigurinn með 18 stig. Óðinn Ásgeirsson var stigahæstur í liði Þórs með 22 stig og þeir Bjarni Árnason, Wesley Hsu og Elvar Sigurjónsson komu næstir með 8 stig hver. Hjá KFÍ var Craig Schoen stigahæstur með 28 stig. 

Nýjast