Sex lið keppa um sæti í undanúrslitum Bridgestonebikarsins

Karlalið KA verður í eldlínunni um helgina þegar annað mót Bridgestonebikarins í blaki fer fram í KA- heimilinu. Sex lið berjast um sæti í undanúrslitum mótsins en auk KA eru það Hamar, UMFG, Þróttur Neskaupsstað, Hrunamenn og HK sem taka þátt á mótinu.

 

KA leikur tvo leiki annað kvöld, föstudag, gegn Hamri kl. 19:30 og UMFG kl. 21:30. KA leikur svo þrjá leiki á laugardeginum, gegn Þrótti Neskaupsstað kl. 09:30, gegn Hrunamönnum kl. 12:30 og HK kl. 14:30.  

Einnig er keppt í kvennflokki þar sem sjö lið keppa um sæti í undanúrslitum sem eftir eru, en KA hefur þegar tryggt sig inn í undanúrslitin.

Nýjast