Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur verið prestur í Glerárprestakalli frá júní 2010. Í safnaðarblaði kirkjunnar greinir séra Arna Ýrr frá því að hún hafi ákveðið að segja stöðu sinni lausri í sumar og flytja aftur suður með fjölskyldu sinni. Þessi ákvörðun er eingöngu tekin vegna fjölskylduaðstæðna. Árin mín fjögur í Glerárkirkju hafa verið blessunarrík og gjöful og ég kem til með að sakna sárt allra þeirra góðu vina sem ég hef fengið að kynnast og umgangast í kirkjustarfinu, segir séra Arna Ýrr í safnaðarblaðinu.