Sér fyrir endann á hótelstækkun á Húsavík

Viðbyggingin t.h. fellur vel að eldri hluta hótelsins. Mynd: Heiðar Kr.
Viðbyggingin t.h. fellur vel að eldri hluta hótelsins. Mynd: Heiðar Kr.

Á þeirri ágætu vefsíðu visithusavik.com kemur fram að stefnt er að opnun á nýrri viðbyggingu við Fosshótel Húsavík um mánaðamótin maí-júní næstkomandi. Nýja byggingin er um  2600 fermetrar og hýsir m.a. 44 herbergi. Eftir breytingarnar verða 110 svefnherbergi á Fosshótel Húsavík, auk ellefu funda- og ráðstefnusala, allt frá 13 fermetrum upp í 345 fermetra.

Þá hafa staðið yfir veigamiklar breytingar á aðalsal hótelsins sem hefur hýst ófá böllin og skemmtanirnar í gegnum tíðina. Salurinn verður klár á sama tíma og viðbyggingin. Hann mun gegna svipuðu hlutverki og hingað til, sem matsalur fyrir gesti og til leigu fyrir ýmsa viðburði. js/HHH

 

Nýjast