Sekt fyrir tilraun til kynferðisbrots

Húsvískur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir fyrir tilraun til kynferðisbrots, með því að hafa í byrjun desember 2006, á heimili sínu, berað og strokið kynfæri sín fyrir framan vefmyndavél og sent hreyfimynd af því athæfi yfir á spjallrás á netinu með aðstoð vefmyndavélarinnar til viðmælanda síns  sem hafði sagt honum að hún væri 14 ára.

Fram kom að maðurinn hafi ekki sætt refsingu áður, hann sagði lögreglu af sjálfsdáðum til brots síns og játaði greiðlega. Með tilliti til þess og að um aðeins eina hreyfimynd var að ræða var maðurinn dæmdur í 150 þúsund króna sekt og komi 10 daga fangelsi til ef sektin verður ekki greidd innan fjögurra vikna.

Nýjast