Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var útnefnd bjartasta vonin í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu fyrir maímánuð en það er Félag áhugafólks um kvennaknattspyrnu, FÁK, sem stóð að valinu. Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki var útnefnd besti leikmaðurinn og Morgunblaðið fékk hvatningarverðlaun fyrir góða umfjöllun.
FÁK var stofnað á síðasta ári með þeim tilgangi að standa vörð um hagsmuni kvenna í íslenskri knattspyrnu og munu samskonar viðurkenningar verða veittar af félaginu í allt sumar.