Samúel sýnir myndverk í Gallerí BOXi á Akureyri

Sýning á myndverkum eftir Samúel Jóhannsson var opnuð í Gallerí BOXi á Akureyri nýlega og stendur hún til 18. október. Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14:00 - 17:00. Samúel Jóhannsson (sajóh) er fæddur 29. ágúst 1946 á Akureyri. Hann vinnur myndverk sín með akríllitum, tússbleki, járni og lakki.  

Þetta er 24. einkasýning Samúels en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis. Samúel sótti nokkur námskeið á unglingsárum, að öðru leyti er hann sjálfmenntaður og hefur sinnt myndlistinni stöðugt frá 1980.

Nýjast