20. nóvember, 2009 - 18:13
Skólanefnd Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær, tillögu þess efnis, að stofna leikskóladeild við Grunnskólann í
Grímsey, sem taki til starfa frá og með næstu áramótum. Lagt er til að deildin starfi til að byrja með fjóra daga vikunnar og verði
þá opin í fjóra tíma daglega.
Þá er reiknað með því að starfstími leikskóladeildarinnar verði eins og í grunnskólanum. Samkvæmt fyrirliggjandi
kostnaðaráætlun rúmast reksturinn innan fjárhagsáætlunar skólans.