Í samningnum er ákvæði um að hann verði endurskoðaður tímanlega fyrir lok samningstímabils og síðan framlengdur til 5 ára
í senn, nema honum sé skriflega sagt upp af öðrum hvorum samningsaðila, með að lágmarki 6 mánaða fyrirvara. Í ljósi þessa hafa
verið í gangi viðræður um endurskoðun samningsins í samræmi við umræður á fundum skólanefndar. Dýrleif Skjóldal sat
hjá við afgreiðslu.
Lára Stefánsdóttir óskaði bókað á fundi skólanefndar:
"Ég tel rétt að foreldrar geti valið leikskóla fyrir börn sín á Akureyri sem fylgja mismunandi menntastefnu. Sú staðreynd að kynin ganga
ekki inn um sömu dyr heldur sérmerkta innganga merkta kyni þeirra og aðgreining nemenda eftir kyni í deildum á leikskólanum Hólmasól hindrar
að mínu mati möguleika þeirra á að læra að vinna saman á jafnréttisgrundvelli óháð kyni."