Samþykkt að bæta kostnað sem varð af hækkun tryggingagjalds

Fyrir fundi skólanefndar Akureyrar nýlega, lá beiðni frá Hjallastefnunni ehf. um að hækkun á tryggingagjaldi, sem lagt var á alla launagreiðendur fyrr á þessu ári, verð bætt ásamt öðrum hækkunum sem orðið hafa á launatengdum gjöldum síðan 1. desember 2008. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á launatengdum gjöldum í gildandi samningi um rekstur leikskólans Hólmasólar.  

Alls var farið fram á leiðréttingu sem nemur kr. 950.000 vegna hækkunar tryggingagjalds, kr. 153.000 vegna hækkunar á framlögum í endurhæfingarsjóð og kr. 497.000 vegna hækkunar á framlögum í fjölskyldu- og styrktarsjóð. Skólanefnd samþykkti að bæta Hjallastefnunni ehf. þann kostnað sem varð af hækkun tryggingagjalds á árinu 2009. Þetta hefur verið gert gagnvart öðrum leikskólum á Akureyri. Þetta byggist á því að kostnaður við dvalargildi í leikskólanum Hólmasól er sambærilegt við aðra leikskóla á Akureyri, sem eru svipaðir að stærð. Skólanefnd gat ekki orðið við öðrum óskum í erindinu.

Nýjast