Samsýning ungra listamanna opnuð í Ketilhúsinu

Ketilhúsið á Akureyri.
Ketilhúsið á Akureyri.

Sýningin Rætur 65° 41´N 18°06W, verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 2. júní kl. 15.00 og stendur hún til 1. júlí.  Um er að ræða samsýningu fjórtán ungra listamanna sem eiga rætur að rekja til Akureyrar. Á sýningunni mætast listamenn sem hafa farið mismunandi leiðir í listinni en eiga allir það sameiginlegt að tengjast Akureyri sterkum böndum. Listamennirnir koma m.a. frá Listaháskóla Íslands, Myndlistaskólanum í Reykjavík og Myndlistaskólanum á Akureyri. Þau eru á aldrinum 20-40 ára. Á opnuninni verða lifandi gjörningar og tónleikar fram eftir degi og einnig verða veitingar í boði. Fólki er velkomið að koma og upplifa listir og að slaka á í mjúku og mannvænu Listagili.

Sýnendur: Arnar Ómarsson, Ari Marteinsson, Auður Ómarsdóttir, Georg Óskar Giannakoudakis, Guðrún Þórsdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Lilý Erla Adamsdóttir, Máni Sigurðsson, Katrín Erna Gunnarsdóttir, Rakel Sölvadóttir, Vala Höskuldsdóttir, Victor Ocares og Viktoría Jóhannsdóttir-Hjördísar. Sýningastjóri er Auður Ómarsdóttir.

 

 

Nýjast