Samráðshópur vegna flóttamanna

Bæjarráð Akureyrar hefur skipað samráðshóp að ósk velferðarráðuneytisins vegna komu móttöku flóttafólks. Bæjarráð samþykkir að tilnefna Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra og Sigríði Stefánsdóttur framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar sem aðalmenn og Kristínu Sóleyju Sigursveinsdóttur verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks og Karl Guðmundsson verkefnastjóra sem varamenn. Einnig samþykkir bæjarráð stofnun bakhóps innan bæjarkerfisins sem hefur það verkefni að styðja verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks. Skipað er í samráðshópinn til eins árs. 

Nýjast