Samið verður við fjölmarga aðila um ófyrirséð viðhald

Á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir helgi var farið yfir gögn frá bjóðendum í tengslum við útboð á ófyrirséðu viðhaldi á næsta ári. Um var að ræða vinnu við trésmíði, málun, rafvirkjun, pípulagnir, dúklagnir, múrverk, blikksmíði og stálsmíði.  

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkti að ganga til samninga við eftirfarandi aðila; í trésmíði við B. Hreiðarsson ehf., Baldur Heiðar Hauksson og Sigvalda Má Guðmundsson, í málun við Litblæ ehf., Betra mál ehf.  og Málningamiðstöðina, í rafvirkjun við Raforku ehf., Davíð Guðmundsson og Ljósgjafann ehf., í pípulagnir við Júlíus Björnsson, Lagnalind ehf. og  Bút ehf., í dúklagnir við Klemenz Jónsson ehf., í múrverk við Gólflausnir Malland ehf. og Smára Sigurðsson, í blikksmíði við Blikk- og tækniþjónustuna ehf. og í stálsmíði við Útrás ehf.

Nýjast