KA og Þór fengu styrk að upphæð 10 milljónir króna hvort félag, Fimleikafélag Akureyrar fékk 4 milljónir króna í styrk, Skíðafélag Akureyrar 2,5 milljóni króna, Skautafélag Akureyrar 2 milljónir, Sundfélagið Óðinn 1,5 milljónir króna, Íþróttafélagið Akur, Íþróttafélagið Eik og Ungmennafélag Akureyrar fengu 500 þúsund krónur hvert félag og Æskulýðsstarf kirkjunnar fékk styrk að upphæð 2 milljónir króna. Þá heiðruðu þeir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri, minningu feðra sinna með því að færa Hjartaheill og HL-stöðinni á Akureyri veglegan fjárstyrk til að efla enn frekar þá öflugu starfsemi sem félagið stendur fyrir.
Einnig styrkir Samherji íþróttastarf barna og unglinga á Dalvík og fleiri verkefni.