Samherji lætur smíða nýtt skip

Tölvugerð mynd af nýja skipinu.
Tölvugerð mynd af nýja skipinu.

Samherji hefur samið um smíði á nýju uppsjávarskipi við Karstensen Skipsverft í Skagen, Danmörk. Skipið á að afhenda um mitt sumarið 2020 og verður vel búið í alla staði, bæði hvað varðar veiðar og meðferð á afla, sem og vinnuaðstöðu og aðbúnað áhafnar. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja. Burðargeta skipsins verður um 3.000 tonn af kældum afurðum. Nýsmíðin mun leysa af hólmi núverandi Vilhelm Þorsteinsson EA 11 sem kom nýr til landsins fyrir 18 árum. 

Nýjast