Flutningaskipið Harengus landaði í vikunni um sexhundruð tonnum af ferskum fiski til vinnslu hjá landvinnslu Samherja í ÚA á Akureyri og á Dalvík. Fiskurinn var veiddur við Noreg af Kaldbaki EA og Snæfelli EA og landað í Noregi, en fluttur þaðan til Akureyrar. Unnar Jónsson hjá flutn inga sviði Samherja segir áformað að Harengus flytji svipað magn í annarri ferð. Erlent dótturfélag Samherja á Harengus og er áhöfnin rússnesk.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags