Samherji boðar til funda um atvinnumál og starfsemi félagsins

Samherji hf. hefur boðað til nokkurra funda í Eyjafirði, þar sem farið verður yfir atvinnumál og starfssemi Samherja kynnt. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri í fyrramálið, fimmtudagsmorgun 25. mars kl. 8.15. Annað kvöld verður svo annar fundur haldinn í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík kl. 20.00.  

Á þessum fundum verður starfsemi Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu kynnt. Frummælandi er Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Að lokinni framsögu er opið fyrir spurningar úr sal.

Nýjast