Samfélagssjóður EFLU styrkir á Norðurlandi

Reynir Sævarsson stjórnarmaður í EFLU og Jón Valgeir Halldórsson hjá EFLU Norðurlandi ásamt fulltrúu…
Reynir Sævarsson stjórnarmaður í EFLU og Jón Valgeir Halldórsson hjá EFLU Norðurlandi ásamt fulltrúum styrkþega.

Nú í vikunni var úthlutað úr Samfélagssjóði EFLU en tveir styrkir runnu í verkefni á Norðurlandi. Alls voru tíu verkefni styrkt að þessu sinni víðsvegar um landið. Reynir Sævarsson, stjórnarmaður í EFLU, afhenti styrkina ásamt Jóni Valgeiri Halldórssyni en báðir eru þeir í úthlutunarnefnd samfélagssjóðsins. Reynir sagði við þetta tækifæri að bæði verkefnin væru vel að þessu komin enda falli þau vel að markmiðum sjóðsins sem eru að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Samfélagssjóðnum bárust alls 67 umsóknir að þessu sinni en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti.

Verkefnin á Norðurlandi eru:
1.        Zontaklúbbur Akureyrar – vegna íslenskunámskeiða fyrir erlendar konur.
2.        Pétur Guðjónsson – vegna gerðar stuttmyndar um viðkvæma hópa sem leiðst geta út í notkun eiturlyfja.

Nýjast