Samfélagsleg áhrif Héðinsfjarðarganga

Héðinsfjarðargöng.
Héðinsfjarðargöng.

Í dag, þann 2. október 2015, eru fimm ár síðan Héðinsfjarðargöngin opnuðu. Í því tilefni boða Fjallabyggð og Háskólinn á Akureyri til málþings í Ólafsfirði kl 14:00 þar sem kynntar verða heildarniðurstöður sjö ára rannsóknar á samfélagsáhrifum ganganna. Í dag opnar jafnframt vefurinn ww.byggdathroun.is/hedinsfjardargong þar sem forsendur, aðferðafræði og helstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins eru kynntar.

 

Loks birtir Íslenska þjóðfélagið, tímarit félagsfræðingafélags Íslands í dag nýja yfirlitsgrein þar sem farið er yfir helstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins. http://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/77/63.

Nýjast