Sameining Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps var samþykkt í kosningu í gær, samhliða alþingiskosningunum. Já við sameiningunni
sögðu 6.942, eða 69,3%, en 2.474 voru henni andvígir, eða 24,7%. Alls voru 12.580 á kjörskrá og greiddu 10.014 atkvæði eða 79,6%.
Auðir seðlar voru 583 og ógildir 15. Sameiningin var samþykkt með tæplega 70% atkvæða á Akureyri og 88% atkvæða í
Grímsey.