Vefurinn er smíðaður af Stefnu hugbúnaðarhúsi og keyrir á Moya vefumsjónarkerfinu. Verkefnið er unnið í samstarfi með Akureyrarstofu. Hugmyndin af vefnum kemur frá starfsfólki Stefnu sem fannst vanta betri upplýsingar um úrval verslana á Akureyri, starfsemi þeirra og vörur. Lagt var af stað með drög af vefnum fyrir síðustu jól og hún kynnt fyrir Akureyrarstofu, sem þá var ásamt Kaupmannafélagi Akureyrar farið að skoða leiðir til sameiginlegrar markaðssetningar verslana í bænum. Þótti tilvalið að taka höndum saman að því að gera verkefnið að veruleika. Vefslóðin er: www.shopakureyri.is
Á næsta ári er gert ráð fyrir því að bjóða verslunum á ShopAkureyri.is upp á að selja vörur sínar beint í gegnum vefinn þannig að úr verði öflugur vefverslunarkjarni fyrir verslanir á Akureyri, segir í fréttatilkynningu.