Ég gæti ekki hugsað mér að kaupa bíl núna. Ég sakna þess alls ekki að eiga bíl og upplifi það engan veginn að ég sé að tapa einhverjum gæðum með því að eiga ekki bíl, segir Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri sem seldi bifreið sína fyrir tveimur árum og hefur farið sinna ferða innanbæjar á rafhjóli. Hún segir það fyrirtaks ferðamáta. Sóley Björk seldi sem fyrr segir bifreið sína fyrir tveimur árum og hefur farið sinna ferða á rafhjóli. Ég kemst allra minna ferða hér innanbæjar á hjólinu, segir hún, en nánar er rætt við Sóley í prentútgáfu Vikudags.