SA lagði Björninn að velli, 5:1, er liðin mættust í öðrum leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí kvenna í Skautahöll Akureyrar í kvöld. SA tryggði sér þar með oddaleik í rimmunni og kom í veg fyrir að Björninn fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á þeirra heimavelli.
Mörk SA í leiknum skoruðu þær Hrund Thorlacius, Birna Baldursdóttir, Sarah Smiley, Linda Brá Sveinsdóttir og Guðrún Blöndal. Mark Bjarnarins skoraði Flosrún Vaka Jóhannesdóttir.
Staðan í einvíginu er 1:1 og mætast liðin í hreinum úrslitaleik á fimmtudaginn næstkomandi í Egilshöllinni kl. 19:30.