23. febrúar, 2010 - 22:05
Björninn gerði sér lítið fyrir og lagði SR að velli í kvöld, 9:4, er liðin mættust í Egilshöllinni á
Íslandsmóti karla í íshokkí. Björninn þurfti að vinna leikinn með minnst fjögurra marka mun og tókst ætlunarverkið.
Það verða því SA og Björninn sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn, en úrslitakeppnin hefst að öllum
líkindum fimmtudaginn 4. mars.