Lið KA/Þórs kemur tómhent heim úr helgarferðinni suður þar sem liðið spilaði tvo leiki í N1- deild kvenna í handbolta. KA/Þór tapaði fyrir Fylki í gær og mættu svo Haukum á Ásvöllum í dag þar sem heimamenn unnu þrettán marka sigur, 33:20, en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 14:12, fyrir Hauka. Martha Hermannsdóttir, Arna Valgerður Erlingsdóttir og Inga Dís Sigurðardóttir voru markahæstar í liði KA/Þórs í dag með 5 mörk hver. Hjá Haukum var Erna Þráinsdóttir markahæst með 8 mörk og Hanna Guðrún Stefánsdóttir kom næst með 6 mörk.
Eftir leiki helgarinnar er KA/Þór í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig en Haukar hafa 16 stig í öðru sæti.