Rúnar að taka við liði Aue?

Rúnar Sigtryggsson er í viðræðum við þýska handknattleiksliðið Aue um að taka við liðinu í sumar samkvæmt heimildum Vikudags. Rúnar vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Vikudag en sagði að málið myndi skýrast um næstu helgi. „Þetta kemur allt í ljós þá,“ sagði Rúnar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aue leikur í þýsku 2. deildinni næsta haust eftir að hafa leikið í 3. deildinni í vetur. Rúnar hefur m.a. þjálfað Eisenach í Þýskalandi en þjálfaði síðast lið Akureyrar hér heima með fínum árangri en hætti með liðið vorið 2010.

Rúnar á einnig farsælan feril að baki sem handknattleiksmaður, bæði hér heima og erlendis, og á einnig fjölmarga landsleiki að baki. Eins og við greindum frá í gær hefur markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson gert tveggja ára samning við Aue eftir að hafa leikið með liði Akureyrar undanfarin tvö ár.

Nýjast