Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir að íbúum bæjarins fjölgi um 200 á ári og að þeir verði 18.350 þann 1. desember 2013. Á árinu 2013 er áætlað að verja 300 milljónum króna til 2. áfanga Naustaskóla og100 milljónum króna sama ár í endurbætur á íþróttavöllum á KA-svæði. Þá eru samtals 32 milljónir króna eyrnamerktar framhaldsskóla í Fjallabyggð á árunum 2011 og 2012. Einnig er sett fram hagræðingarkrafa um lækkun útgjalda sem nemur 200 milljónum króna árið 2011.