26. nóvember, 2007 - 10:12
Á síðasta fundi skólanefndar Akureyrar var lögð fram töluleg ársskýrsla leikskóla fyrir árið 2007. Skýrslan lýsir stöðu mála í málflokknum 1. október sl. og þar kemur fram að í leikskólum á Akureyri eru 1048 börn. Vistunartíminn er að lengjast og eru nú 74,6% barnanna í 7 - 9,5 klst. í leikskóla á dag. Þrátt fyrir þetta hefur börnum í 8,5 - 9,5 klst. vistun fækkað á milli ára. Tvítyngdum börnum fjölgar og koma þau nú frá 30 þjóðlöndum. Hlutfall leikskólakennara á deild er nú 70,5% og annarra fagmenntaðra starfsmanna er 6,8%, þannig að mönnun í leikskólum á Akureyri er afar góð, segir í bókun skólanefndar.