Rúmar 50 milljónir króna í fjárhagsaðstoð á árinu

Á fundi félagsmálaráðs Akureyrarbæjar í gær var lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu 10 mánuði ársins. Þar kom fram að veitt aðstoð nam um 53 milljónum króna, sem er um 9,2% hækkun á milli ára, miðað við sama tímabil.  

Á sama fundi félagsmálaráðs var lagt fram minnisblað frá húsnæðisfulltrúa um stöðu biðlista eftir leiguíbúðum hjá Akureyrarbæ. Á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ voru þann 20. október sl. samtals 91 umsækjandi. Þetta er 21 umsókn færra en sl. haust.

Nýjast