Vikuna 23.-29. júní fer fram listaviðburðurinn RÓT2014 í Gilinu á Akureyri. Verkefnið fer fram í fyrsta skipti í ár og er skipulagt af þrem ungum listakonum. Það er styrkt af Menningarráði Eyþings. Í heila viku mun fjölbreyttur hópur listamanna koma saman í Portinu fyrir aftan Listasafnið, og vinna að sameiginlegu verki, einu á dag. Afraksturinn verður svo sýndur á flötinni fyrir ofan Ketilhúsið og í enda viku.
Laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. júní verður svo unnnið í Populus Tremula í Kaupvangsstræti 10.
Hægt er að fylgjast með á heimasíðu RÓTAR, www.rot-project.com, og finna 2014 RÓT á Facebook og Instagram.