Í dag, fimmtudaginn 14. apríl, kl 19:30 og síðan sunnudaginn 17. apríl kl 15:00, stígur stoltur hópur nemenda Öxarfjarðarskóla á svið í Skúlagarði í Kelduhverfi með eitt stórt sameiginlegt verkefni, Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Það er Hrund Ásgeirsdóttir sem leikstýrir verkinu og allir nemendur grunnskólans taka þátt í þessu verkefni. Þetta er jafnframt árshátíð skólans.
Inn á sýninguna í kvöld kostar kr. 2.500 fyrir fullorðna, kr. 1.500 fyrir börn á grunnskólaaldri. Ókeypis verður fyrir börn á leikskólaaldri. Á sunnudaginn kostar kr 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir börn á grunnskólaaldri þar sem hressing er ekki innifalin. Í kaffihléi í kvöld verður foreldrafélagið með kaffihlaðborð og er það innifalið í miðaverði. Á sunnudaginn verða nemendur með sjoppu þar sem hægt verður að kaupa sér hressingu. GSK/js