"Fyrirséð er að sú umönnun muni að miklu leyti lenda á herðum kvenna. Það er einnig áhyggjuefni að kostnaðurinn vegna læknisþjónustu og lyfja verði munaður og einungis á færi þeirra efnameiri," segir ennfremur í ályktuninni. Farið er fram á það við ábyrgðaraðila viðkomandi þjónustu að sérstaklega skuli gætt að ofangreindum atriðum við skipulagningu þeirra sparnaðaraðgerða sem framundan eru.