04. nóvember, 2007 - 11:04
Helgin var með rólegasta móti hjá lögreglunni á Akureyri og lítið um útköll. Rúða var þó brotin á veitingastaðnum Kaffi Akureyri í nótt eftir að tveimur gestum var vísað á dyr. Þeir voru ekki alveg sáttir við þá niðurstöðu og kom til stimpinga, þar sem annar gestanna lét fætur skipta og braut rúðu. Þá voru tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur.