Akureyrarbær hefur annast málaflokk fatlaðra frá árinu 1996 fyrst sem reynslusveitarfélag og síðan á grundvelli þjónustusamnings við félagsmálaráðuneytið. Á fundi sínum í vikunni samþykkti bæjarráð að fela félagsmálaráði að taka saman greinargerð um þau tækifæri sem geta falist í yfirfærslu málaflokksins og þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru fyrir bæjarfélagið að huga að í því sambandi.