Ríkisborgarar frá 48 þjóðlöndum búsettir á Akureyri

Íbúum með erlent ríkisfang fækkaði um 10,2% á Akureyri á síðasta ári, miðað við árið á undan, eða um 52 einstaklinga, úr 512 í 460. Ástæðurnar eru bæði brottflutningur og að einhverjir hafa öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Á síðustu 10 árum hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað jafnt og þétt á Akureyri, þar til á þessu ári.  

Árið 2000 voru 190 íbúar á Akureyri með erlent ríkisfang og flestir voru þeir í fyrra, 512 en fækkaði svo um 52 á þessu ári sem fyrr segir. Líkt og síðustu ár eru langflestir íbúar Akureyrar með erlent ríkisfang frá Póllandi, eða 150 á þessu ári. Næst flestir koma frá Þýskalandi, 32, frá Danmörku 27, Bretlandi 19, Lettlandi 16, Bandaríkjunum og Taílandi 14 og 12 frá Hvíta Rússlandi. Alls voru búsettir á Akureyri erlendir ríkisborgarar frá 48 þjóðlöndum þann 1. desember sl. og til viðbótar þrír flóttamenn án ríkisfangs. 

Nýjast