08. október, 2009 - 13:26
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var lögð fram til kynningar ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga,
þar sem því er beint til ríkisstjórnar og sveitarfélaga að þau standi vörð um réttindi barna og skerði ekki þjónustu
við þau og fjölskyldur þeirra á sviði menntamála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu.