Rammi málaflokksins var ákveðinn í bæjarráði kr. 4.023.938.000 fyrir árið 2009 en fjárhagsáætlunin er 45,7 milljónum króna hærri. Innifalin í rammaákvörðun bæjarráðs er 10% hækkun á öllum gjaldskrám bæjarins. Við fjárhagsáætlunarvinnuna hefur verið unnið í einu og öllu í samræmi við viðmið þau sem ákveðin voru þegar ramminn var ákveðinn. Fyrir liggur að kostnaður við rekstur málaflokksins verður ekki lægri en kr. 4.069.602.000 á fjárhagsárinu 2009. Fjárhagsáætlun vegna húsa- og lausafjárleigu FA er kr. 57.758.539 hærri en gert var ráð fyrir í ramma. Hins vegar er fjárhagsáætlun 2009 án húsa- og lausafjárleigu FA kr. 11.771.603 lægri en rammi sagði til um, þar sem áhrif kjarasamnings við grunnskólakennara hafa verið ofreiknuð. Fjárhagsáætlun er því kr. 45.764.000 hærri en rammi segir til um. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að gjaldskrá vegna vistunar og fæðis í leikskólum, gjaldskrá tónlistarskólans og gjaldskrá frístundar hækki um 10%.