Ríflega 300 manns sótt um útgreiðslu séreignar hjá Stapa

Alls höfðu 308 einstaklingar sótt um sérstaka útgreiðslu séreignar hjá Stapa lífeyrirssjóði í lok október sl. og er meðalfjárhæð úttektar um 600 þúsund krónur.   

Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi B. Guðmyndssyni skrifsstofustjóra Stapa, hafa umsækjendur nær undantekningarlaust sótt um hámarksúttekt. Tæpur helmingur hefur fengið fulla útgreiðslu þ.e. 1 milljón króna en aðrir hafa fengið lægri útgreiðslur sem helgast af því, í flestum tilvikum, að inneign þeirra í séreign Stapa hefur verið lægri en 1 milljón króna.

Nýjast