Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi B. Guðmyndssyni skrifsstofustjóra Stapa, hafa umsækjendur nær undantekningarlaust sótt um hámarksúttekt. Tæpur helmingur hefur fengið fulla útgreiðslu þ.e. 1 milljón króna en aðrir hafa fengið lægri útgreiðslur sem helgast af því, í flestum tilvikum, að inneign þeirra í séreign Stapa hefur verið lægri en 1 milljón króna.