Ríflega 30 umsóknir um starf svæðisstjóra í Hlíðarfjalli

Alls sóttu 31 um starf svæðisstjóra í Hlíðarfjalli, sem auglýst var á dögunum. Eins og fram hefur komið er stefnt að því að hefja snjóframleiðslu um  næstu mánaðamót líkt og venja er til og opna skíðasvæðið mánuði síðar. Síðastliðinn vetur var mjög góður, aðsókn hefur aldrei verið betri en einmitt þá og var hún 20% meiri en var árið á undan sem þó var afar gott.   

Á síðasta fundi íþróttaráðs var lögð fram skýrsla um heildarskipulag fyrir Hlíðarfjall sem unnin er af SE-Group í Bandaríkjunum að beiðni Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og íþróttaráðs. Ráðið leggur til við skipulagsnefnd að tillaga 1 í skýrslu SE-Group verði höfð sem leiðarljós fyrir komandi vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall sem og að skipulagssvæði skíðasvæðisins verði stækkað til suðurs eins og lagt er til í skýrslunni. Þá beinir íþróttaráð þeim tilmælum til skipulagsnefndar að samhliða deiliskipulagsvinnunni verði farið fram á umhverfismat fyrir svæðið í heild sinni.

Nýjast