Ríflega 12.800 manns á kjörskrá á Akureyri

Kosið verður til Alþingis 25. apríl nk og samhliða þeirri kosningu verður einnig kosið um sameiningu Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar. Nýr kjörstaður er í Verkmenntaskólanum á Akureyri, þar sem verða 10 kjördeildir en ellefta kjördeildin á Akureyri er í Hrísey.  

Kjósendur á kjörskrárstofni á Akureyri við kosningarnar 25. apríl n.k. eru alls 12.815, samkvæmt því sem fram kemur á vef Hagstofunnar; karlar 6.261, konur 6.554. Í Grímsey eru kjósendur 58. Frá árinu 1967 og fram til þessa, hefur kjörstaður á Akureyri verið í Oddeyrarskóla en þann 11. júní það ár voru 7 kjördeildir í bænum. Þá voru kjósendur á kjörskrá alls 5.393, karlar 2.582 og konur 2.811. Við Alþingiskosningarnar 1974 voru kjördeildir orðnar 8 og við Alþingiskosningar 1978 voru þær orðnar 9.

Nýjast