Riddarar lögðu Skytturnar að velli á Íslandsmótinu í krullu

Níunda umferð Íslandsmótsins í krullu fór fram í Skautahöll Akureyrar í gærkvöld. Mammútar unnu öruggan sigur gegn Fífunum, 9:1, Riddarar lögðu Skytturnar að velli, 6:2, Garpar höfðu betur gegn Svarta genginu 7:5 og Üllevål sigraði Víkinga 6:5.

Riddarar hafa nú tyllt sér upp að hlið Mammúta á toppi deildarinnar en bæði lið hafa fimm vinninga. Mammútar eiga hins vegar leik til góða gegn Skyttunum í frestuðum leik úr sjöundu umferð mótsins, en sá leikur fer fram í Skautahöll Akureyrar í kvöld.

Nýjast