Guðmundur Karl segir að ferðin hafi tekist vel í alla staði og hún greinilega spurst vel út því hann vissi til að færeysk fjölskylda væri að koma norður á eigin vegum og ætlaði að dvelja í 9 daga. Þá var biðlisti í ferðina um liðna helgi og er verið að safna saman áhugasömu skíðafólki í aðra vél sem hugsanlega kemur um páskana. „Þeir eru að reyna að fylla aðra vél, en það skiptir auðvitað líka máli að ná einhverjum hópi héðan og út til Færeyja, þannig að ef menn vilja bregða sér þangað um páskana er um að gera á skrá sig," segir hann.
„Það er augljóst að mikill áhugi er fyrir hendi í Færeyjum og góður markaður, við þurfum bara að vinna í því jafnt og þétt að fá fólkið hingað. Ég sé fyrir mér að næsta vetur verði farnar nokkrar ferðir milli Akureyrar og Færeyja með skíðafólk og það er gleðilegt," segir Guðmundur Karl.