Reynslan af því að skilgreina göngugötuna sem vistgötu verði skoðuð

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur sent framkvæmdaráði erindi þar sem hún óskar eftir því að framkvæmdaráð taki til umfjöllunar reynsluna af því að skilgreina göngugötuna sem vistgötu. Framkvæmdaráð samþykkti að fela deildarstjóra framkvæmdadeildar að ræða við hagsmunaaðila varðandi fyrirkomulag umferðar um Hafnarstræti í samvinnu við skipulagsstjóra. Mikil bílaumferð er um göngugötuna en þar sem hún er skráð sem vistgata, eiga gangandi vegfarendur réttinn þegar þeir fara þar um. Þá eru fjölmörg dæmi um að bílum sé lagt þar sem þeir eiga ekki að vera og gerir það gangandi vegfarendum oft erfitt að komast leiðar sinnar.

Nýjast