Í vikunni hafa komið upp fjögur önnur fíkniefnamál í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Á þriðjudag voru tveir drengir handteknir og reyndist annar þeirra vera með smáræði af fíkniefnum á sér. Í kjölfarið hélt lögregla til leitar í húsi í bænum, þaðan sem drengirnir voru að koma þegar lögreglan stöðvaði þá. Þar innandyra var maður um þrítugt handtekinn og við leit á heimilinu fundust um 40 grömm af fíkniefnum, bæði örvandi efnum og kannabisefnum. Aðfaranótt laugardagsins voru höfð afskipti af tveimur aðilum í miðbæ Akureyrar sem reyndust hafa smáræði af fíkniefnum á sér, en lögregla var með óeinkennt eftirlit í og við skemmtistaði bæjarins.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005, en þar má koma nafnlaust á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.