Stefán B. Sigurðsson rekstor Háskólans á Akureyri ætlar ekki að sækjast eftir endurráðningu, þetta kemur fram í bréti sem Stefán sendi stamstarfsfólki sínu í dag. Hann mun þó starfa áfram við skólann og sinna kennslu og rannsóknastörfum.
Bréf rektors í morgun:
Kæra samstarfsfólk
Samkvæmt lögum er ráðið í starf rektors til fimm ára í senn. Þann 1. júlí í sumar rennur ráðningatími minn út og samkvæmt lögum og reglum hefur starfið verið auglýst laust til umsóknar. Að vel íhuguðu máli hef ég tekið þá ákvörðun að sækjast ekki eftir endurnýjun stöðu minnar sem rektor. Nú í apríl verð ég 66 ára og gæti því setið að hámarki rúm þrjú og hálft ár til viðbótar. Ég mun þó starfa áfram við Háskólann á Akureyri og sinna kennslu og rannsóknastörfum.
Með bestu kveðjum
Stefán B. Sigurðsson