Rekstrarsamningur um Reiðhöllina á Akureyri undirritaður

Nýr rekstrarsamningur Akureyrarbæjar við Hestamannafélagið Létti, sem felur í sér samkomulag um rekstur Reiðhallarinnar á Akureyri, var undirritaður í vikunni.

Með samningnum tekur Léttir alfarið að sér rekstur mannvirkisins, sem og minniháttar viðhaldsframkvæmdir og fær til þess fjárhagslegan styrk frá Akureyrarbæ. Í samningnum er kveðið á um að Léttir leggi rækt við barna- og unglingastarf í Reiðhöllinni, og haldi þar m.a. námskeið fyrir fatlaða og fyrir grunnskólabörn bæjarins. Með gerð samningsins má segja að Hestamannafélagið Léttir sé komið í sambærilega stöðu og KA og Skautafélagið, að því leyti að þau félög reka samkvæmt rekstrarsamningi þau mannvirki sem hýsa starfsemi þeirra en mannvirkin eru þó alfarið í eigu Akureyrarbæjar. Eignaskipting Reiðhallarinnar liggur ekki enn fyrir þar sem framkvæmdum er ekki að fullu lokið, en Akureyrarbæar lagði 150 milljónir króna til byggingarinnar og áætlaður heildarkostnaður er um 200 milljónir króna.

Nýjast