Þjónustudögum á fáförnustu leiðunum verður fækkað og þjónustutími á lægri þjónustuflokkum styttur, mest um helgar. Eina breytingin sem tekur gildi núna strax er sú að opnað er á að moka einu sinni í viku frá hausti fram yfir áramót þar sem G-regla gildir. Þetta á til dæmis við um Árneshrepp á Ströndum en mokað verður þá samkvæmt reglunni til 5. janúar ár hvert. Þetta gildir þegar ekki er um aðrar samgönguleiðir að ræða og kostnaður við moksturinn ekki óhóflegur. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, þar sem jafnframt er að finna frekari upplýsingar um málið.